Milla, skartgripir þar sem fornt handverk og ný sköpun mætast í einstökum gripum. Árið 2005 hófst hönnun og framleiðsla á skartgripum undir nafninu Milla. Skartgripirnir eru víravirkisskartgripir, smíðin byggir á flóknu handverki fyrri alda og í hönnunni er að finna vísan í upphlutssilfrið sem prýðir íslenska kvenbúninga. Þau form sem birtast í víravirkinu má oft finna í náttúrunni, blóm, laufblöð og vafninga. Því má segja að hefð og náttúra mætist í smíðinni.

Milla er lína sem Helga Ósk hefur hannað til að skipa þessu flókna handverki nýjan sess. Millu skartgripalínan inniheldur t.d. hringa, hálsmen, eyrnalokka, nælur og armbönd.
Á 19. öldinni varð búningasilfur aðalviðfangsefni gullsmiða á Íslandi. Það samanstendur af millum (þaðan sem nafnið kemur), belti, skúfhólk, nælum,hnöppum og fleiru. Á seinni árum hefur kunnátta til búningasilfursgerðar verið á undanhaldi.